Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. nóvember 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður Henry næsti landsliðsþjálfari Wales?
Mynd: Getty Images
Thierry Henry hefur nokkuð óvænt komið inn í umræðuna um hver verður næsti landsliðsþjálfari Wales.

Wales er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Chris Coleman hætti í starfinu. Hann er að taka við Sunderland í ensku Championship-deildinni.

Henry þykir álitlegur kostur og knattspyrnusamband Wales ætlar að taka stöðuna á honum. Frá þessu greinir Mirror.

Henry er í augnablikinu aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, en Henry stefnir á að vera aðalþjálfari. Henry var á sínum tíma magnaður leikmaður og er einn allra besti leikmaðurinn sem stigið hefur fæti inn á völl í ensku úrvalsdeildinni.

Henry er langt frá því að vera sá eini sem hefur verið orðaður við starfið sem þykir mjög spennandi. Tony Pulis, stjóri West Brom, Ryan Giggs og Craig Bellamy hafa líka verið nefndir í tengslum við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner