Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 19. desember 2012 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Quaresma riftir samning sínum við Besiktas
Portúgalski vængmaðurinn Ricardo Quaresma hefur rift samning sínum við tyrkneska félagið Besiktas.

Quaresma, sem er 29 ára gamall, gekk til liðs við Besiktas árið 2010 frá ítalska stórliðinu Inter Milan.

Hann hefur undanfarna mánuði komist í ónáðina hjá stjórnarmönnum Besiktas og var meðal annars sakaður um að hafa pissað á búningastjóra liðsins.

Hann hefur nú komist að samkomulagi um að rifta samning sínum og getur hann því leitað sér að nýju félagi.

Hann hefur leikið með Sporting Lisbon, Porto, Barcelona og Chelsea ásamt Inter á ferli sínum og þá á hann 35 landsleiki að baki fyrir portúgalska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner