Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 19. desember 2014 09:43
Elvar Geir Magnússon
Allt stefnir í að Óskar verji ekki mark Grindavíkur
Óskar í leik á Grindavíkurvelli.
Óskar í leik á Grindavíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram kemur í Morgunblaðinu að Óskar Pétursson muni að öllum líkindum ekki verja mark Grindavíkur í 1. deildinni næsta sumar en hann hefur verið aðalmarkvörður liðsins síðustu ár.

„Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið, enda hefur maður staðið í þessu síðan maður man eftir sér," segir Óskar sem er á leið í framhaldsnám í hátækniverkfræði í Svíþjóð í ágúst næsta ár og ætlar ekki að spila fótbolta samhliða námi.

„Það er ekkert útilokað að ég spili með Grindavík fyrri hluta sumars en þetta er allt í mikilli óvissu. Ég held að besta leiðin fyrir Grindvíkinga sé að finna einhvern sem gæti verið með liðinu allt tímabilið."

Grindavík hafnaði í fimmta sæti 1. deildarinnar síðasta sumar en Tommy Nielsen tók við þjálfun liðsins í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner