fös 19. desember 2014 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Ásgeir Ingólfsson í Grindavík (Staðfest) - Fjórir framlengja
Ásgeir Ingólfsson við undirskriftina
Ásgeir Ingólfsson við undirskriftina
Mynd: Grindavík
Grindavík í 1. deild karla hefur styrkt sig fyrir komandi átök en Ásgeir Ingólfsson er kominn til félagsins frá Haukum. Fjórir aðrir leikmenn hafa þá framlengt við félagið.

Ásgeir, sem er 24 ára gamall, er uppalinn í Haukum en hann hefur leikið samtals 151 leik í bæði deild- og bikar og gert 29 mörk í þeim.

Hann samdi við Val fyrir tveimur árum og lék þar 21 leik og skoraði 1 mark áður en hann hélt aftur í Hauka.

Hann hefur nú gert samning við Grindavík en fjórir aðrir leikmenn félagsins hafa þá framlengt samninga sína.

Marko Valdimar Stefánsson, Matthías Örn Friðriksson, Magnús Björgvinsson og Scott Ramsay hafa allir framlengt við félagið en þeir voru með lausa samninga eftir síðustu leiktíð og því mikil gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga að þeir séu búnir að framlengja.
Athugasemdir
banner
banner
banner