Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. desember 2014 14:30
Elvar Geir Magnússon
Elsti atvinnumaður heims gerir nýjan samning
Kazuyoshi Miura.
Kazuyoshi Miura.
Mynd: Getty Images
Fyrrum japanski landsliðsmaðurinn Kazuyoshi Miura er er þekktur sem King Kazu í heimalandinu. Hann er elsti atvinnumaður í heimi og hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við 2. deildarliðið Yokohama FC.

Miura mun því spila fram yfir 48 ára afmælisdag sinn.

Hann er fyrsti japanski leikmaðurinn sem spilaði í ítölsku A-deildinni en hann var 1994 hjá Genoa. Hann er framherji og lék 89 landsleiki fyrir Japan og skoraði 55 mörk.

2005 lék hann við hlið Dwight Yorke hjá Sidney FC.
Athugasemdir
banner
banner
banner