Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. desember 2014 19:00
Elvar Geir Magnússon
Eric Abidal leggur skóna á hilluna
Barcelona hefur sagst vilja fá Abidal í starfslið sitt.
Barcelona hefur sagst vilja fá Abidal í starfslið sitt.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Eric Abidal hefur lagt skóna á hilluna 35 ára að aldri, þetta tilkynnti hann í dag. Abidal gekk í raðir Olympiakos fyrr á þessu ári.

Hann er þekktastur fyrir dvöl sína hjá Barcelona milli 2007 og 2013 þegar hann hjálpaði liðinu að vera ríkjandi í Evrópuboltanum.

Abidal vann spænska meistaratitilinn fjórum sinnum og Meistaradeildina tvívegis með Börsungum.

Þegar hann var hjá Barcelona sigraðist hann á krabbameini eftir að hafa þurft að gangast undir lifrarígræðslu í mars 2012.

Ekki er vitað hvað hann mun taka sér fyrir hendur nú þegar leikmannaferlinum er lokið en Barcelona hefur sagst vilja fá hann í starfslið sitt.
Athugasemdir
banner
banner