Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 19. desember 2014 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fellaini: Hef sýnt að ég er nógu góður fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini þakkar Louis van Gaal fyrir að hafa sýnt sér traustið en belgíski miðjumaðurinn hefur staðið sig vel að undanförnu eftir erfiða byrjun í búningi Manchester United.

„Einhverjir fjölmiðlar sögðu að Van Gaal vildi mig ekki en ég vissi sannleikann. Hann ræddi við mig þegar hann kom og sagðist vilja að ég sýndi að ég gæti spilað fyrir liðið. Ég sannaði mig á æfingum og fékk að spila," segir Fellaini.

United hefur unnið sex síðustu leiki og komið sér fyrir í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fellaini telur að liðið eigi enn möguleika á titlinum.

„Trúin hefur aukist en það er nauðsynlegt að við endum í einu af fjórum efstu sætunum og komumst í Meistaradeildina."

Blaðamaður spurði Fellaini hvort hann hafi einhverntímann íhugað að raka af sér hárið fræga?

„Þetta er minn stíll og ég verð svona áfram. Annað hvort líkar þér við það eða ekki. Það er ekki mitt vandamál og mér gæti ekki verið meira sama. Einhverjir hafa sagt að ég ætti að klippa mig og þá muni mér ganga betur en það er bara heimskulegt," segir Fellaini.
Athugasemdir
banner
banner
banner