fös 19. desember 2014 10:36
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tóta færist nær Wolves
Í leik með U21-landsliðinu.
Í leik með U21-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson hefur heimsótt herbúðir enska félagsins Wolverhampton Wanderers en enskir fjölmiðlar fjalla um það í morgun.

Þessi ungi og hæfileikaríki sóknarmiðjumaður fékk skoðunarferð um æfingasvæði Wolves á mánudag ásamt því að hann æfði með U21-liði félagsins.

Þá ræddi hann við Kenny Jackett, knattspyrnustjóra Wolves, en Jackett segir að það liggi ekki á að ganga frá málum enda sé Guðmundur samningslaus.

Guðmundur er uppalinn Selfyssingur en hefur undanfarin tvö ár leikið með Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni og vakið athygli fyrir góða frammistöðu.

„Aðalatriðið er að finna lið sem hentar mér og mínum leikstíl. Ég er tilbúinn að taka næsta skref á ferlinum," segir Guðmundur sem er 22 ára og á einn A-landsleik fyrir Ísland.

Wolves situr í tólfta sæti ensku B-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner