Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 19. desember 2014 17:15
Elvar Geir Magnússon
Kári Ársælsson aftur í Breiðablik (Staðfest)
Kári er fyrrum fyrirliði Blika.
Kári er fyrrum fyrirliði Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Ársælsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Breiðablik.

Kári er 29 ára og er fæddur og uppalinn Bliki en hefur einnig spilað með Stjörnunni, ÍA og BÍ/Bolungarvík á ferlinum.

Kári var fyrirliði Blikaliðsins sem varð bikarmeistari 2009 og Íslandsmeistari 2010. Hann hefur spilað 156 leiki fyrir meistaraflokk Blika og skorað í þeim 17 mörk.

„Það er mikill fengur að Kára því hann er ekki einungis ágætis knattspyrnumaður heldur einnig mjög sterkur félagslega. Þar að auki er hann drengur góður! Blikar.is fagna heimkomu Kára og binda vonir við að koma hans muni fleyta okkur aftur á efstu þrep íslenskrar knattspyrnu," segir á vefsíðunni blikar.is.

Kári lék með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni á liðnu sumri.
Athugasemdir
banner
banner