Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. desember 2014 10:20
Elvar Geir Magnússon
Otamendi orðaður við Man Utd
Powerade
Otamendi er argentínskur miðvörður sem er orðaður við Manchester United.
Otamendi er argentínskur miðvörður sem er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Carlton Cole er sáttur.
Carlton Cole er sáttur.
Mynd: Getty Images
Þessi vill hærri laun!
Þessi vill hærri laun!
Mynd: Getty Images
Mánuði á undan áætlun.
Mánuði á undan áætlun.
Mynd: Getty Images
Hér má sjá samantekt BBC af helsta slúðri ensku götublaðanna þennan föstudaginn. Helltu í þig Powerade samhliða lestrinum.

Liverpool er tilbúið að gera 50 milljóna punda tilboð í franska framherjann Karim Benzema (26 ára) hjá Real Madrid í janúarglugganum. (Daily Express)

Manchester United mun reyna að kaupa Nicolas Otamendi (26) frá Valencia ef félaginu mistekst að landa Mats Hummels (26) frá Borussia Dortmund. (Daily Express)

Tottenham og Liverpool vilja kaupa Jackson Martinez (28), framherja Porto, í janúarglugganum. (Metro)

Liverpool hefur einnig áhuga á Fabian Delph (25) miðjumanni Aston Villa og sjá hann sem kost til að fylla skarð Steven Gerrard (34) þegar goðsögnin hættir. (Daily Mirror)

Diego Godin (28), miðvörður Atletico Madrid, er á óskalista Chelsea en segist ekki vera á leið í enska boltann. Hann vill vera áfram hjá Spánarmeisturunum. (Daily Star)

Manchester United er tilbúið að eyða meira en 30 milljónum pundum í janúar til að styrkja vörn og miðju liðsins. (Manchester Evening News)

Russell Slade, stjóri Cardiff City, segir að það verði nóg að gera hjá félaginu í janúarglugganum. Hann segir að menn muni koma og fara. Cardiff er í ellefta sæti í Championship-deildinni, fimm stigum frá umspilssæti. (Wales Online)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, segir að félagið muni ekki berjast um Wesley Sneijder (30), miðjumann Galatasaray, þar sem enska félagið hafi ekki efni á lunum hans. (FourFourTwo)

Franska félagið Lille vill fá Jozy Altidore (25), sóknarmann Sunderland, á lánssamningi í janúar en enska félagið vonast eftir kauptilboði. (Sunderland Echo)

Sóknarmaðurinn Carlton Cole (31) vill vera áfram hjá West Ham þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað einn úrvalsdeildarleik síðan í ágúst. (London Evening Standard)

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hvetur Raheem Sterling (20) til að skrifa undir nýjan endurbættan samning við félagið. (Daily Telegraph)

Marouane Fellaini (27), miðjumaður Manchester United, telur að United eigi enn möguleik á að vinna enska meistaratitilinn. Hann segir það þó lágmarks markmið að enda í einu af fjórum efstu sætunum og komast í Meistaradeildina. (The Times)

Diafra Sakho (24), sóknarmaður West Ham, vill endurbættan samning þrátt fyrir að hafa skrifað undir fjögurra ára samning þegar hann kom til félagsins í sumar. (Daily Mail)

Rafael Benítez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið orðaður við Liverpool. Hann segist þó ekki á leið frá Napoli og að hann hafi hafnað tveimur starfstilboðum nýverið. (TalkSport)

Mark Hughes, stjóri Stoke, vill að sóknarmaðurinn Peter Crouch (33) skrifi undir nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Daily Mirror)

Þrír stuðningsmenn Tottenham sem hlupu út á völlinn og gerðu það að verkum að tíu mínútna töf varð á Evrópudeildarleik mega ekki mæta á fótboltaleik aftur fyrr en 2018. (Guardian)

Tveimur bílum Darren Bent (30), sóknarmanns Aston Villa, var rænt. Um er að ræða Range Rover og Audi RS6. (Birmingham Mail)

Tim Howard (35), markvörður Everton, segir að Brendan Rodgers muni eyðileggja feril markvarðarins Simon Mignolet (26). (The Sun)

Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, mun snúa aftur mánuði á undan áætlun eftir að hafa meiðst á hné. Búist var við því að þessi 26 ára Argentínumaður yrði frá í tvo mánuði en hann gæti snúið aftur snemma í janúar. (The Sun)

Christian Eriksen (22) gæti farið í flokk með Tottenham goðsögnunum Paul Gascoigne og Glenn Hoddle segir varnarmaðurinn Jan Vertonghen. (London Evening Standard)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segist vera áfram náinn vinur Roy Keane þrátt fyrir að Írinn hafi hætt sem aðstoðarmaður í nóvember. (Times)

Mesut Özil segir að Arsenal fái of ódýr mörk á sig. (Daily Star)

Theo Walcott (25) er til í slaginn með Arsenal gegn Liverpool á sunnudag en hann hefur verið að glíma við erfið nárameiðsli. (Daily Mail)

Bakslag hefur komið í endurkomu Jay Rodriguez (25) en sóknarmaðurinn mun ekki spila aftur með Southampton fyrr en í febrúar. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner