banner
   fös 19. desember 2014 16:20
Elvar Geir Magnússon
Rándýrt að vera lukkukrakki
Crystal Palace er eitt af þeim félögum rukka lukkukrakka.
Crystal Palace er eitt af þeim félögum rukka lukkukrakka.
Mynd: Getty Images
Vissir þú að ellefu af félögum ensku úrvalsdeildarinnar selja foreldrum að börn þeirra séu lukkukrakkar á leikjum og leiði leikmenn út á völl?

Guardian er með úttekt á málinu í blaði sínu í morgun en sum rukka 90 þúsund krónur fyrir krakka sem vill vera lukkukrakki.

Arsenal, Aston Villa, Chelsea, Everton, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Southampton og Sunderland rukka ekkert. Tottenham, QPR og Newcastle leyfa mörgum krökkum að vera lukkukrakkar frítt í gegnum góðgerðarmál.

Dýrasti pakki sem hægt er að fá er hjá West Ham, tæplega 120 þúsund krónur fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner