Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. desember 2014 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Soldado: Ég skammast mín
Roberto Soldado að skora af punktinum
Roberto Soldado að skora af punktinum
Mynd: Getty Images
Roberto Soldado, framherji Tottenham Hotspur á Englandi, segist skammast sín fyrir frammistöðu sína með liðinu frá því hann kom til félagsins frá Valencia á síðasta ári.

Soldado samdi við Tottenham fyrir einu ári síðan en hann var keyptur á 33,2 milljónir evra frá Valencia og var þá einn öflugasti markaskorari spænsku deildarinnar.

Hann hefur einungis gert sjö mörk í 38 deildarleikjum með Tottenham og þá hafa fjögur af þessum sjö mörkum komið úr vítaspyrnum.

Heppni hans fyrir framan markið hefur verið svo gott sem engin en hann skammast sín fyrir frammistöðuna.

,,Stuðningsmennirnir hafa frá fyrstu mínútu sýnt mér trú og traust og ég skammast mín fyrir að geta ekki gefið af mér og verðlaunað stuðningsmennina," sagði Soldado.

,,Það er erfitt þegar þeir syngja. Ég heyri þá syngja nafn mitt og ef ég klúðra færi, þá líður mér illa," sagði Soldado að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner