Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. desember 2016 15:17
Magnús Már Einarsson
Freysi áfram með kvennalandsliðið til 2019 (Staðfest)
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna hefur framlengt samning sinn við KSÍ út árið 2018 en þetta kom fram í fréttatilkynningu sem var send út nú rétt í þessu.

Samningur KSÍ og Freys gildir til 31. desember 2018 en í honum er ákvæði um framlengingu ef liðið vinnur sér sæti í lokakeppni HM kvenna sem fram fer í Frakklandi 2019.

Fréttatilkynning KSÍ
KSÍ og Freyr Alexandersson hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning um að Freyr haldi áfram sem þjálfari A landsliðs kvenna. Freyr hefur verið þjálfari landsliðsins frá 2013 og hefur náð frábærum árangri með liðið sem undir hans stjórn hefur nú tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni EM.

Freyr, sem er 34 ára gamall (fæddur 1982), hóf þjálfaramenntun sína tiltölulega ungur og lauk fyrsta stigi hjá KSÍ árið 2005. Hann lauk KSÍ-A gráðu í þjálfaramenntun árið 2009, og er það hæsta gráða sem veitt er á Íslandi. Freyr lék með Leikni Reykjavík upp alla yngri flokka og á hann jafnframt að baki 81 leik í Íslandsmóti og bikarkeppni með meistaraflokki félagsins.

Þjálfaraferill Freys hófst hjá Leikni þar sem hann þjálfaði yngri flokka en árið 2008 tók hann við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Val. Einnig hefur Freyr þjálfað meistaraflokk karla hjá Val og Leikni Reykjavík.

Auk starfa sinna með A landslið kvenna mun Freyr hafa umsjón með U23 ára verkefnum KSÍ og vera A landsliði karla til aðstoðar m.a. við leikgreiningu.

Samningur KSÍ og Freys gildir til 31. desember 2018 en í honum er ákvæði um framlengingu ef liðið vinnur sér sæti í lokakeppni HM kvenna sem fram fer í Frakklandi 2019.
Athugasemdir
banner
banner
banner