Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 19. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl | KSÍ 
Miðaverð ekki lengur samræmd af KSÍ
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Morgunblaðið greinir frá því að miðaverð á leiki í íslenska boltanum gætu breyst eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

Samkeppniseftirlitið telur Knattspyrnusamband Íslands vera að brjóta á samkeppnislögum, sem leggja bann við samningum og samþykktum á milli fyrirtækja sem gætu takmarkað eða raskað eðlilegri samkeppni.

KSÍ hefur því skuldbundið sig til að grípa til aðgerða. Hér fyrir neðan er hægt að sjá skuldbindingar knattspyrnusambandsins. Textinn er fenginn beint af vef sambandsins.

„KSÍ mun beita sér fyrir því að á vettvangi sambandsins verði ekki fjallað um, miðlað, skipts á upplýsingum eða höfð samvinna um verð, verðþróun, viðskiptakjör eða önnur viðskiptaleg eða samkeppnisleg málefni aðildarfélaga sambandsins.

„KSÍ mun ekki fara með málefni eða opinbert fyrirsvar er varða verðlagningu aðildarfélaga sinna. KSÍ er óheimilt að grípa til aðgerða sem geta leitt til samræmingar á verðlagningu og öðrum samkeppnisþáttum í starfsemi aðildarfélaga.

„KSÍ mun sjá til þess starfsemi sambandsins sé ávallt samþýðanleg samkeppnislögum og stuðla að viðskiptalegu sjálfstæði aðildarfélaga sambandsins þannig að samkeppni á viðeigandi mörkuðum verði ekki raskað.

„Stjórn og starfsfólk KSÍ mun taka sérstakt mið af ákvæðum og markmiðum samkeppnislaga og stuðla að því að samstarf aðildarfélaga sambandsins verði ávallt samþýðanlegt samkeppnislögum.

„KSÍ skal í stefnumótun sinni vekja sérstaka athygli á mikilvægi virkrar samkeppni og skal sambandið stuðla að fræðslu um samkeppnismál til aðildarfélaga sinna.

„Loks mun KSÍ innleiða samkeppnisréttaráætlun þar sem fjallað verður um hvernig starfsemi sambandsins og aðildarfélaga lýtur samkeppnislögum og kveður á um verklag innan sambandsins sem miðar að því að tryggja eftirfylgni við sáttina og samkeppnislög. Verður áætlun þessi endurskoðuð reglulega."

Athugasemdir
banner
banner