Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 20. janúar 2015 15:00
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Liverpool á að halda í Lucas
Lucas Leiva.
Lucas Leiva.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að Lucas Leiva sé drifkrafturinn bak við stigasöfnun liðsins að undanförnu.

„Ef tölfræðin er skoðuð má sjá hversu góð áhrif hann hefur haft," segir Carragher en Lucas hefur byrjað níu af síðustu tíu deildarleikjum Liverpool.

„Leikurinn sem sker sig úr er gegn Manchester United, ekki vegna 3-0 tapsins helfur vegna þess að það er leikurinn sem Lucas spilaði ekki í. Hann hefur mikil áhrif á liðið og það verður að halda í hann."

Lucas Leiva vill fara frá Liverpool samkvæmt heimildum ESPN en hann hefur sterklega verið orðaður við Inter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner