Þróttur 3 - 3 Breiðablik
1-0 Aron Ýmir Pétursson
1-1 Ellert Hreinsson
2-1 Jakub Sebastian Warzycha
3-1 Vilhjálmur Pálmason
3-2 Olgeir Sigurgeirsson (víti)
3-3 Olgeir Sigurgeirsson
1-0 Aron Ýmir Pétursson
1-1 Ellert Hreinsson
2-1 Jakub Sebastian Warzycha
3-1 Vilhjálmur Pálmason
3-2 Olgeir Sigurgeirsson (víti)
3-3 Olgeir Sigurgeirsson
Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins með dramatísku 3-3 jafntefli gegn Þrótti í kvöld.
Aron Ýmir Pétursson kom Þrótturum yfir, en Ellert Hreinsson jafnaði metin fyrir Blika. Þróttur komst hins vegar í 3-1, með mörkum frá Jakub Sebastian Warzycha og Vilhjálmi Pálmasyni. Jakub er fæddur árið 1995 og er á reynslu hjá Þrótti, en hann kemur frá ÍR.
Blikar gáfust þó ekki upp og það var Olgeir Sigurgeirsson sem bjargaði deginum. Hann minnkaði muninn í 3-2 þegar um tíu mínútur voru eftir, og þegar afar lítið var eftir jafnaði hann metin úr vítaspyrnu.
Blikar enda þar með á toppi Riðils 1 í A-deild með 7 stig, en Þróttur lýkur keppni á botninum með 1 stig.
Athugasemdir