Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 20. janúar 2015 09:15
Magnús Már Einarsson
Fylkir og Selfoss hagnast vel á sölu Viðars
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Selfoss munu bæði fá tugi milljóna í sínar hendur þegar Viðar Örn Kjartansson skrifar undir hjá Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína. Þetta hefur Fótbolti.net eftir áreiðanlegum heimildum.

Norska félagið Valerenga hefur samþykkt tilboð frá Kína í Viðar Örn. Bæði Selfoss og Fylkir fá prósentu af kaupverðinu sem og samstöðubætur.

Samstöðubætur eru 5% af kaupverðinu en þær skiptast á milli þeirra félaga sem leikmaðurinn var hjá á aldrinum 12-23 ára.

Viðar ólst upp hjá Selfyssingum en hann var 23 ára gamall hjá Fylki. Þá var Viðar í eitt ár hjá ÍBV og því geta Eyjamenn fengið hluta af samstöðubótunum.

Viðar mun einnig fá fínan pening í laun í Kína en heimildir Fóbolta.net herma að framheriar í kínversku deildinni séu að fá gífurlega há laun og samningar þeirra jafnast á við góða samninga í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner