þri 20. janúar 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
„Gunnarsson er nýja hetjan hennar"
Alexandra ánægð með treyjuna.
Alexandra ánægð með treyjuna.
Mynd: Spjallborð Cardiff
Stuðningsmaður Cardiff skrifaði um helgina skemmtilega færslu á spjallborð félagsins þar sem hann hrósar Aroni Einari Gunnarssyni í hástert.

Aron Einar gaf dóttur hans treyju sína eftir leik Cardiff City og Norwich um helgina.

Cardiff tapaði 3-2 á útivelli en Aron þakkaði stuðningsmönnum Cardiff fyrir að mæta á leikinn og gaf ungri stúlku treyju sína.

,,Á útileiknum gegn Norwich City í gær voru dætur mínar með mér og Alexandra sem er 9 ára veifaði og klappaði fyrir Gunnarssyni eftir leik," sagði stuðningsmaðurinn í færslunni á spjallborðinu.

,,Gunnarsson kom yfir hálfan völlinn til að þakka stuðningsmönnum City en allir leikmenn ættu að gera það því að það hefur mikla þýðingu fyrir stuðningsmenn."

,,Hann benti síðan beint á dóttur mína og Alexandra, sem var líklega yngsti stuðningsmaður City á staðnum, og hún fékk að eiga treyjuna hans."

,,Þetta var hápunktur dagsins hjá dóttur minni og í sex tíma ferðalaginu á leiðinni heim talaði hún um að Gunnarsson væri nýja hetjan hennar og uppáhalds leikmaður hennar."


Aron fær einnig mikið lof hjá öðrum stuðningsmönnum á spjallborðinu hjá Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner