Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. janúar 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Paddy Kenny til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn reyndi Paddy Kenny hefur gert samning við Ipswich Town út þetta tímabil. Kenny var ekki lengi án félags en samningur hans við Bolton rann út í gær.

Hinn 36 ára gamli Kenny kom til Bolton í september eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Leeds United.

Kenny mætti í hrikalegu formi til leiks eftir sumarfrí hjá Leeds og ekki bætti úr skák að Massimo Cellino, eigandi Leeds, telur að talan 17 sé óhappatala og Kenny á afmæli 17. maí.

Hjá Bolton var Kenny þriðji markvörður en hann spilaði engan leik með liðinu.

Ipswich eru í öðru sæti í Championship deildinni í augnablikinu og Gunnar Sigurðarson og aðrir stuðningsmenn liðsins eru byrjaðir að láta sig dreyma um úrvalsdeildar sæti á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner