Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. janúar 2015 11:40
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Fjórir frá Arsenal
Francis Coquelin er einn af fjórum leikmönnum Arsenal í úrvalsliðinu.
Francis Coquelin er einn af fjórum leikmönnum Arsenal í úrvalsliðinu.
Mynd: Getty Images
Branislav Ivanovic.
Branislav Ivanovic.
Mynd: Getty Images
Arsenal á fjóra leikmenn í úrvalsliði vikunnar í enska boltanum eftir frábæran 2-0 útisigur gegn Manchester City á sunnudag. Chelsea á þrjá fulltrúa eftir að liðið vann öruggan sigur á Swansea.

Góð helgi fyrir Chelsea að baki en liðið er með fimm stiga forystu í deildinni. Spennan í Meistaradeildarbaráttunni er bara að aukast.



Hugo Lloris, Tottenham Hotspur
Það var hörð samkeppni um þessa stöðu en Lloris náði að skáka David De Gea, Simon Mignolet, Robert Green og fleirum.

Branislav Ivanovic, Chelsea
Aðdáendur Ivanovic gátu heldur betur glaðst þegar Chelsea rúllaði yfir Swansea. Var öflugur varnarlega og lagði upp mark á hinum enda vallarins.

Laurent Koscielny, Arsenal
Hélt Sergio Aguero niðri og náði því besta út úr Per Mertesacker þegar Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann Manchester City á útivelli.

Jose Fonte, Southampton
Öflugur í hjarta varnarinnar í naumum og mikilvægum sigri gegn Newcastle.

Nacho Monreal, Arsenal
Vann vítaspyrnuna sem braut ísinn fyrir Arsenal gegn City.

Francis Coquelin, Arsenal
Gerði einfalda og árangursríka hluti á miðjunni og gerði vinnu varnarmannana auðveldari.

Santi Cazorla, Arsenal
Fær afar háa einkunn fyrir sína frammistöðu.

Eljero Elia, Southampton
Þvílík draumabyrjun í búningi Southampton. Hefur þegar heillað stuðningsmenn liðsins.

Oscar, Chelsea
Það var unun að fylgjast með honum gegn Swansea og hann var afar óheppinn að ná ekki þrennunni.

Dwight Gayle, Crystal Palace
Á einhvern ótrúlegan hátt tókst BBC að velja hann ekki í úrvalslið sitt um helgina. Sá til þess að Palace fékk þrjú stig gegn Burnley.

Diego Costa, Chelsea
Heldur áfram á flugi.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner