Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 20. janúar 2015 09:02
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn á leið til Kína
Viðar er á leið í kínverska boltann.
Viðar er á leið í kínverska boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Valerenga, er við það að ganga til liðs við Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni.

Fótbolti.net náði tali af Ólafi Garðarssyni umboðsmanni Viðars þegar hann var staddur á Keflavíkurflugvelli í morgun að hefja ferðalag sitt til Kína.

Ólafur staðfesti að Valerenga og Guoxin-Sainty hafi náð saman og að samningaviðræður séu langt komnar með persónuleg kjör. Viðar mun nú fara til Kína til að klára samninga og fara í læknisskoðun.

,,Það er gríðarlegur uppgangur í fótboltanum í Kína og 20-40 þúsund áhorfendur á hverjum leik. Markahæsti leikmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni á þarsíðasta tímabili (Abderrazak Hamdallah) var keyptur til Kína og endaði líka markahæstur þar á síðasta tímabili. Þá eru tveir eða þrír sænskir landsliðsmenn að spila í Kína," sagði Ólafur.

Ensk, þýsk og hollensk félög hafa sýnt Viðari áhuga undanfarna mánuði en hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili með Valerenga og var langmarkahæstur í norsku úrvalsdeildinni. Ólafur segir að hann sé að fá mjög góðan samning í Kína.

,,Það er ljóst að nýir markaðir eins og Kína verða að borga mun betur en hefðbundnir markaðir ef þeir ætla að fá til sín topp leikmenn," sagði Ólafur.

Heimildir Fóbolta.net herma að framheriar í kínversku deildinni séu að fá gífurlega há laun en samningar þeirra jafnast á við góða samninga í ensku úrvalsdeildinni.

Jiangsu Guoxin-Sainty hefur leikið í kínversku úrvalsdeildinni frá því árið 2008 og árið 2012 endaði liðið í öðru sæti deildarinnar. Á síðasta tímabili var liðið í áttunda sæti af sextán liðum í úrvalsdeildinni. Liðið spilar heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum í Nanjing en hann tekur um 60 þúsund manns í sæti.

Jiangsu er frá Nanjing sem var á sínum tíma höfuðborg Kína. Bogin er miðstöð menntunar og rannsókna en íbúar þar eru átta milljónir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner