Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. janúar 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn: Spennandi að flytja til Kína
Viðar Örn er á leið í kínverska boltann.
Viðar Örn er á leið í kínverska boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson segir í stuttu spjalli á heimasíðu Valerenga að hann sé spenntur fyrir því að ganga í raðir Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni.

Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð og Viðar er nú á leið ásamt Ólafi Garðarssyni umboðsmanni sínum til Kína til að ganga frá samningum.

,,Ég tel að þetta sé áhugaverður kostur að spila í deild sem er með marga spennandi leikmenn. Það er líka spennandi að flytja til Kína og upplifa aðra menningu en ég hef kynnst hér í Noregi," sagði Viðar á heimasíðu Valerenga.

Viðar kom til Valerenga frá Fylki fyrir rúmu ári síðan og varð markakóngur í úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili.

,,Ég hef átt mjög góðan tíma í Valerenga og sé ekki eina sekúndu eftir að hafa valið Osló sem fyrsta stopp á ferli mínum erlendis. Ég hef eignast marga góða vini og hef haft það mjög gott. Þökk sé liðsfélögum mínum varð ég markahæstur árið 2014 og það er með söknuði sem ég kveð bæði félagið og bæinn."
Athugasemdir
banner
banner