Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 20. janúar 2016 13:53
Elvar Geir Magnússon
Glæpastarfssemi
Gunnar Heiðar: Þetta var frekar ógnvekjandi á tímabili
Gunnar Heiðar í leik með ÍBV síðasta sumar.
Gunnar Heiðar í leik með ÍBV síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Óprúttnir aðilar náðu að svíkja út háar fjárhæðir í viðamikilli glæpastarfssemi í Svíþjóð þar sem þeir rændu auðkennum íþróttamanna og tóku út lán. Átta menn hafa nú verið dæmdir í málinu en þyngsti dómurinn var fimm ára fangelsi.

Þeir reyndu að taka út pening á nafni að minnsta kosti 17 þekktra íþróttamanna í Svíþjóð, þar á meðal í nafni íslensku fótboltamannana Helga Vals Daníelssonar og Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.

Sænska lögreglan gerðu rassíur á heimili þessara þrjóta og lagði hendur á um 400 bankakort, yfir 100 skjöl með fölsuðum persónupplýsingum, fjölda falsaðra vegabréfa og tugi farsíma.

Þrjótarnir notuðu auðkenni íþróttamanna sem voru að flytja frá Svíþjóð, sérstaklega íshokkímanna og fótboltamanna.

Vel skipulagður glæpahringur
„Þegar ég skrifaði undir hjá Häcken frá Konyaspor fékk ég símtal stuttu eftir að ég flutti til Svíþjóðar aftur. Þar var ég spurður að því hvort ég hafi verið að taka út kredit upp á 100 þúsund sænskar í banka þarna. Ég kom af fjöllum en svo var dagsetningin nefnd og ég sagði að þarna hefði ég verið að flytja til Tyrklands," segir Gunnar við Fótbolta.net en hann spilar í dag með ÍBV í Pepsi-deildinni.

„Þessir aðilar sem voru dæmdir voru að nýta þann tíma sem íþróttamennirnir voru að vinna pappírsvinnu þegar þeir voru að flytja úr landi til þess að taka út lán á þeirra nafni. Það var reynt að fá 1,6 milljónir út úr nafninu mínu. Yfirvöld tilkynntu svo að öllu á mínu nafni varðandi lán og þannig yrði lokað. Ég sagði að það væri ekkert mál, ég þyrfti ekkert á því að halda."

Gunnar fékk símtal síðar og fékk að vita að tveir höfuðpaurar og um tíu menn í vinnu hjá þeim væru tengdir þessu máli. Um væri að ræða stóran og vel skipulagðan glæpahring.

Risamál sem kom eins og sprengja
„Þeir náðu helling af pening, um 70 þúsund sænskum (milljón íslenskra króna) á mitt nafn," segir Gunnar en dæmi er um að einhverjir af íþróttamönnunum hefðu farið að borga af þessum skuldum sem þrjótarnir höfðu tekið út án þess að vita hvað þeir væru að borga.

„Það voru einhverjir algjörlega „teknir í rassgatið" af þessum köllum. Ég fór ekkert að borga reikninga eftir þá en þeir náðu út einhverjum 60-70 milljónum íslenskra króna. Þetta er risamál og kom eins og sprengja. Þetta var frekar ógnvekjandi á tímabili að vera tengdur inn í svona stóra glæpastarfssemi."

Sænsku lögreglunni hefur tekist að uppræta þennan glæpahring en eins og áður sagði fengu átta menn dóma vegna málsins í morgun.
Athugasemdir
banner
banner