Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 20. janúar 2016 22:52
Arnar Geir Halldórsson
Sjáðu mörkin: Stjarnan lagði Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann 3-2 sigur á Breiðablik í Fótbolta.net mótinu í kvöld.

Fyrrum Blikinn, Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni yfir en Viktor Örn Margeirsson svaraði fljótt fyrir Blika. Akureyringurinn Ævar Ingi Jóhannesson kom svo Stjörnunni aftur yfir og Guðjón Baldvinsson bætti við þriðja markinu eftir rúmlega klukkutíma leik.

Blikar náðu að klóra í bakkann þegar Gísli Eyjólfsson skoraði á 82.mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.

Leikurinn var bráðfjörugur og var sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Adolf Ingi Erlingsson og Tryggvi Guðmundsson sáu um að lýsa herlegheitunum en hér fyrir neðan má sjá myndband með öllum mörkum leiksins.


Athugasemdir
banner
banner