Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2017 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Brighton endurheimti toppsætið
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brighton 2 - 1 Sheffield Wed
1-0 Anthony Knockaert ('34 )
1-1 Lewis Dunk ('45 , sjálfsmark)
2-1 Anthony Knockaert ('85 )
Rautt spjald: Glenn Murray, Brighton ('64 ), Steven Fletcher, Sheffield Wed ('89 ), Sam Hutchinson, Sheffield Wed ('90 )

Brighton og Sheffield Wednesday mættust í leik kvöldsins í ensku Championship-deildinni. Brighton gat endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri og það var akkúrat það sem þeir gerðu.

Heimamenn í Brighton komust yfir á 34. mínútu þegar Anthony Knockaert skoraði eftir skyndisókn. Staðan var þó 1-1 í hálfleik þar sem Sheffield Wed náði að jafna með sjálfsmarki Lewis Dunk.

Sheffield Wed fékk kjörið tækifæri til þess að komast yfir um miðjan seinni hálfleikinn þegar þeir fengu vítaspyrnu. Glenn Murray stoppaði boltann með hendinni, hann fékk rautt spjald og vítaspyrna var dæmd. David Stockdale varði þó vítaspyrnu Fernando Forestieri.

Brighton náði að kreista inn sigurmarki þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Knockaert skoraði sitt annað mark, en áður en leiktíminn kláraðist fengu leikmenn í báðum liðum rautt spjald, þrjú rauð spjöld í þessum leik!

Brighton er eins og áður segir komið á topp deildarinnar, tveimur stigum á undan Newcastle. Sheffield Wednesday er í sjötta, sem er umspilssæti, með 45 stig.

Hér að neðan er hægt að sjá stigatöfluna en hún gæti tekið smá tíma í að uppfæra sig
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner