Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 20. janúar 2017 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Courtois vill fara til Real Madrid
Powerade
The Sun segir Thibaut Courtois vilja ganga til liðs við Real Madrid.
The Sun segir Thibaut Courtois vilja ganga til liðs við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Faðir Lionel Messi segir hann ekki vera á förum frá Barca.
Faðir Lionel Messi segir hann ekki vera á förum frá Barca.
Mynd: Getty Images
Dimitry Payet er í verkfalli en Bilic segist ekki ætla að selja Frakkann á afslætti.
Dimitry Payet er í verkfalli en Bilic segist ekki ætla að selja Frakkann á afslætti.
Mynd: Getty Images
Ashley Young íhugar að taka nokkur ár í Kína, enda orðinn 31 árs gamall.
Ashley Young íhugar að taka nokkur ár í Kína, enda orðinn 31 árs gamall.
Mynd: Getty Images
Slúður dagsins er, eins og alltaf, á sínum stað. Það er ekki mikið eftir af janúarglugganum og eru nokkrir áhugaverðir orðrómar í gangi.



Faðir Lionel Messi segir að sonur sinn muni ekki yfirgefa Barcelona, en samningsviðræður eru í gangi. (Sun)

Thibaut Courtois vill fara til Real Madrid næsta sumar. (Sun)

Bournemouth vill kaupa Asmir Begovic en Chelsea vill 12 milljónir fyrir hann. (Daily Mirror)

Diego Simeone segir að Antoine Griezmann gæti yfirgefið Atletico Madrid næsta sumar, en hann fari ekki á minna heldur en 86 milljónir punda. Manchester United er meðal þeirra félaga sem eru orðuð hvað sterkast við franska sóknarmanninn.

Manchester City keypti 13 ára strák frá Southend, Finley Burns, á 175 þúsund pund, sem er metfé í þessum aldurshópi. (Times)

Lucas Leiva gæti yfirgefið Liverpool á næstunni en Inter hefur sýnt honum mikinn áhuga undanfarið. (Daily Express)

Liverpool gæti þurft að berjast við Barcelona til að kaupa Mahmoud Dahoud, miðjumann Borussia Mönchengladbach. Klopp hefur haft mikinn áhuga á Dahoud til lengri tíma. (Daily Star)

Crystal Palace var næstum því búið að kaupa Carl Jenkinson frá Arsenal, en launakröfur bakvarðarins voru of háar. (Guardian)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, harðneitar því að félagið ætli að selja Dimitri Payet til Marseille á útsöluverði. (Times)

Payet virðist vera á leið frá West Ham, sérstaklega eftir atvik síðustu daga. Bíll Frakkans var lagður í rúst og þá er hann ekki lengur í WhatsApp hópi aðalliðs Hamranna, þar sem allir aðalliðsleikmenn geta sent hvor öðrum skilaboð gegnum snjallsímaforrit.

West Ham hefur komist að samkomulagi við Southampton um kaupin á hinum 33 ára gamla Jose Fonte. (ESPN)

Ronald Koeman segist telja það líklegt að miðvörðurinn þaulreyndi Phil Jagielka yfirgefi félagið í janúar til að ganga til liðs við Sunderland. (Daily Express)

Leonardo Ulloa, sóknarmaður Leicester City, hefur farið fram á að vera settur á sölulista. (Sky Sports)

Luis Hernandez, varnarmaður Leicester, er líklega á leið til Malaga á láni út tímabilið. (Eldesmarque.com)

Ashley Young er að íhuga flutning til Kína, þar sem Shandong Luneng er tilbúið til að greiða honum 16 milljónir punda í árslaun. (Daily Mirror)

Umboðsmaður Vincent Janssen segir skjólstæðing sinn hafa hafnað tilboði frá Galatasaray í janúar til að berjast um sæti hjá Tottenham. (Omroep Brabant)

Newcastle United vill fá Andros Townsend til sín á láni, en félagið seldi hann til Crystal Palace síðasta sumar. (Newcastle Chronicle)

Arsene Wenger telur að indverski boltinn muni bráðum feta í fótspor þess kínverska og byrja að lokka hinar ýmsu stjörnur úr evrópska boltanum yfir til Indlands með himinháum launatékkum. (Daily Mail)

Mauricio Pochettino segist hafa áhyggjur af langvarandi meiðslum Erik Lamela sem hafa haldið honum frá keppni meira og minna í þrjá mánuði. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner