Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 20. janúar 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton neitar því að Deulofeu sé farinn til AC Milan
Óvænt U-beygja
Gerard Deulofeu.
Gerard Deulofeu.
Mynd: Getty Images
Fyrr í kvöld var greint frá því að kantmaðurinn Gerard Deulofeu væri farinn á láni til AC Milan, en lið hans, Everton, segir þetta ekki rétt, leikmaðurinn sé ekki farinn.

Ítalska félagið sagði frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að Deulofeu væri kominn á láni út tímabilið og svo virtist sem allt væri frágengið, en svo er í rauninni ekki.

Þeir hjá Everton segja að ekkert sé frágengið ennþá, og að enn sé ekki komin niðurstaða í viðræðurnar, sem hafa staðið yfir í tíu daga.

Þetta er hið skrýtnasta mál, en það er spurning hver niðurstaðan verður, hvort Deulofeu fari til Mílanó-borgar eða ekki.

Deulofeu hefur einungis spilað 13 leiki á tímabilinu, en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton undir stjórn Ronald Koeman.

Deulofeu kom til Everton frá Barcelona á láni sumarið 2013. Árið 2015 keypti Everton hann síðan á 4,3 milljónir punda.

Sjá einnig:
Deulofeu lánaður til AC Milan (Staðfest)





Athugasemdir
banner
banner