Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 20. janúar 2017 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gus Poyet: Sannur heiður að tapa fyrir Messi
Mynd: Getty Images
Gustavo Poyet var rekinn frá Real Betis í nóvember og stýrir nú Shanghai Shenhua í kínverska boltanum.

Poyet stýrði Betis í 6-2 tapi á Camp Nou á opnunardegi tímabilsins, í leik þar sem Lionel Messi gerði tvennu og Luis Suarez þrennu.

„Ég mun aldrei gleyma fyrsta deildarleik tímabilsins. Við gerðum Börsungum erfitt fyrir og var staðan 1-1 þegar Messi ákvað að leikurinn væri búinn," sagði Poyet við Diario Sport.

„Hann tók boltann á kantinum, beint fyrir framan mig, og um leið og hann hljóp af stað áttaði ég mig á því að þetta væri búið.

„Ég veit ekki hvort þetta hljómi rétt, en það var sannur heiður að sjá Messi á þessari stundu. Að hafa fengið að þjást af völdum Messi, og horft á þetta gerast úr eins meters fjarlægð, er heiður sem enginn getur tekið frá mér.

„Það er eitt að sjá hann í sjónvarpinu, en það er annað að sjá hann gera þessa hluti á vellinum. Þetta var ómetanlegt."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner