Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
Ísland um helgina - Fótbolti.net mótið heldur áfram að rúlla
FH-ingar mæta ÍBV á laugardaginn
FH-ingar mæta ÍBV á laugardaginn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þórhallur Dan mætir sínu gamla félagi
Þórhallur Dan mætir sínu gamla félagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar mæta Keflvíkingum
Blikar mæta Keflvíkingum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Nóg er um að vera á Íslandi um helgina þar sem undirbúningstímabilið er komið á fullt.

Í dag mætast Grótta og Haukar í B-deild Fótbolta.net mótsins. Leikurinn er áhugaverður fyrir þær sakir að Þórhallur Dan þjálfari Gróttu var aðstoðarþjálfari Hauka í fyrra og mætir hann því liðinu sem hann þjálfaði á síðasta tímabili. Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Vivaldi-vellinum.

Á laugardaginn eru þrír leikir í A-deild Fótbolta.net mótsins. Skagamenn taka á móti Grindavík og beint eftir þann leik hefst leikur FH og ÍBV en báðir þessir leikir eru spilaðir í Akraneshöllinni. Svo tekur 1.deildarlið Keflavíkur á móti Breiðablik suður með sjó. Selfyssingar taka síðan á móti liði KV úr vesturbænum á Selfossi í B-deild mótsins.

Á sunnudaginn er síðan leikin heil umferð í A-riðli Reykjavíkurmóti karla. Þá er einnig leikið í bæði Reykjavíkurmóti kvenna sem og Faxaflóamótinu.

Föstudagurinn 20. janúar

Fótbolti.net mótið
18:00 Grótta - Haukar (Vivaldivöllurinn)

Reykjavíkurmót kvenna
19:00 Fjölnir - Víkingur R.

Kjarnafæðismótið B-riðill
21:00 KF - Völsungur (Boginn)


Laugardagurinn 21. janúar

Fótbolti.net mótið A deild 1. riðill
11:00 ÍA - Grindavík (Akraneshöllin)

Fótbolti.net mótið A deild 2. riðill
10:15 Keflavík - Breiðablik (Reykjaneshöllin)
13:00 FH - ÍBV (Akraneshöllin)

Reykjavíkurmótið B riðill.
15:15 Fjölnir - Valur (Egilshöll)
17:15 Leiknir R. - Þróttur R. (Egilshöll)

Fótbolti.net mótið B deild 1. riðill
12:00 Selfoss - KV (JÁVERK-völlurinn)

Kjarnafæðismótið A-riðill
15:00 Leiknir F. - KA 3 (Boginn)


Sunnudagurinn 22. janúar

Reykjavíkurmótið A-riðill
18:15 Fylkir - KR (Egilshöll)
20:15 Fram - ÍR (Egilshöll)

Reykjavíkurmót kvenna B-riðill
16:15 ÍR - Þróttur R.

Faxaflóamót kvenna
14:00 Grótta - Selfoss (Vivaldivöllurinn)
16:00 ÍA - Keflavík (Akraneshöllin)

Kjarnafæðismótið A-riðill
16:00 Magni - Leiknir F. (Boginn)

Kjarnafæðismótið B-riðill
18:00 KA 2 - Völsungur (Boginn)
Athugasemdir
banner