Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. janúar 2017 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Berg gæti verið með gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að missa af tveimur leikjum með Burnley vegna meiðsla en Sean Dyche, stjóri Burnley, staðfesti á fréttamannafundi í morgun að Jóhann Berg gæti komið við sögu gegn Arsenal.

Jóhann er búinn að spila 16 deildarleiki fyrir Burnley á tímabilinu og eru nýliðarnir óvænt um miðja deild, 10 stigum frá fallbaráttunni.

Dyche sagði þá að Ashley Barnes og Dean Marney séu einnig líklegir til að snúa aftur úr meiðslum um helgina, en ljóst er að um erfiða viðureign er að ræða á Emirates leikvanginum.

Arsenal er í fjórða sæti deildarinnar, átta stigum frá toppliði Chelsea en aðeins einu stigi á eftir Tottenham og Liverpool í 2-3. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner