Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. janúar 2017 06:30
Stefnir Stefánsson
Jón Dagur framlengir við Fulham
Jón Dagur er búinn að endurnýja hjá Fulham
Jón Dagur er búinn að endurnýja hjá Fulham
Mynd: Facebook - Total Football
Jón Dagur Þorsteinsson sem er á mála hjá Fulham er búinn að skrifa undir nýjann samning við félagið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins fyrr í dag. En samningurinn gildir til ársins 2019.

„Það er frábært að fá nýjan samning, ég mun halda áfram að hart að mér. Þetta er frábært tækifæri sem gefur mér meiri tíma til að komast inn í aðallið félagsins." Sagði sóknarmaðurinn ungi í samtali við heimasíðu félagsins.

„Þetta er mitt annað tímabil hér og mér finnst ég hafa aðlagast vel. Á fyrsta tímabilinu er allt nýtt, en eftir að ég kom aftur eftir sumarið þá vissi ég nákvæmlega við hverju væri að búast."

„Fulham er góður staður fyrir mig til að þróa minn leik. Umgjörðin í kringum liðið er líka frábær og ég tel að það hafi hjálpað mér mikið við að aðalagast."

„Fyrst var ég mikið að spila með 18 ára liðinu, en núna er ég búinn að fá þó nokkra leiki með 21 árs liðinu og mér finnst ég hafa gert vel. Ég er líka búinn að skora nokkur mörk, þetta verður að teljast gott tímabil hjá mér."
bætti Jón Dagur við.

„Leikmenn úr grasrótinni eru að fá sénsa, sem er frábært að sjá. Síðasta sumar fóru leikmenn eins og Ryan Sessegnon og Dennis Adeniran með aðalliðinu til Portúgals og það er eitthvað sem ég stefni á að gera líka í framtíðinni."

Yfirmaður akademíu félagsins Huw Jennings var hæst ánægður með Jón Dag og bar honum fallegar sögurnar.

„Við erum hæstánægðir með að Jón Dagur sé búinn að tryggja félaginu framtíð sína. Hann er gáfaður leikmaður og hann er búinn að taka stórt skref fram á við síðan hann kom hérna fyrst í júlí 2015."

„Ég er viss um það að Jón Dagur mun nota þessa framlengingu á samningi sínum til að komast enn hærra hjá félaginu og við hjá Fulham hlökkum til að hjálpa honum að ná sínum markmiðum. Við gerum ráð fyrir að þessi framlenging sé einungis sú fyrsta af mörgum hjá honum."




Athugasemdir
banner