banner
   fös 20. janúar 2017 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lescott æfir með Sunderland
Mynd: Getty Images
Enski miðvörðurinn Joleon Lescott æfir með Sunderland um þessar mundir í tilraun til að vinna sér inn skammtímasamning.

Lescott er 34 ára gamall og á 26 landsleiki að baki fyrir England og gerði garðinn frægan fyrst hjá Wolves og síðar hjá Everton, áður en hann gekk til liðs við Manchester City.

Lescott fór til AEK í Aþenu fyrr á árinu en var leystur undan samningi vegna langvarandi hnémeiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

David Moyes er að leita sér að liðsstyrk í janúar í tilraun sinni til að halda Sunderland í ensku Úrvalsdeildinni.

Sunderland er sem stendur í fallbaráttunni, með 15 stig eftir 21 umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner