Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. janúar 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Memphis: Ég er ekki að leitast eftir hefnd
Memphis er mættur til Lyon.
Memphis er mættur til Lyon.
Mynd: Getty Images
„Ég er ekki að leitast eftir hefnd gegn Manchester United eða neitt þannig," sagði hollenski kantmaðurinn, Memphis Depay, eftir að gengið var frá skiptum hans til Lyon í dag.

Depay gekk til liðs við Man Utd sumarið 2015 frá PSV í Hollandi, en hann náði ekki að standast þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans.

Honum var leyft að fara frá rauðu djöflunum og í dag gekk hann í raðir Lyon í Frakklandi. Talið er að kaupverðið geti farið upp í 21,7 milljónir punda, en United setti klásúlu í samning hans til þess að geta keypt hann aftur.

„Ég vil bara sýna hvað ég get aftur, alveg eins og ég hef gert áður," sagði Memphis á blaðamannafundi í dag.

„Ég spilaði með frábærum leikmönnum hjá Man Utd, eins og Zlatan Ibrahimovic, Wayne Rooney og Paul Pogba. Ég lærði mikið af þeim og núna verð ég að sanna mig aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner