Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. janúar 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael setti tvö mörk fyrir Midtjylland í æfingaleik
Mikael (í miðjunni) skoraði tvö í æfingaleik.
Mikael (í miðjunni) skoraði tvö í æfingaleik.
Mynd: Getty Images
Mikael Neville Anderson, 18 ára íslenskur strákur, skoraði bæði mörk FC Midtjylland í jafntefli í æfingaleik gegn Vendsyssel FF í dag.

Hinn efnilegi Mikael ólst upp í Sandgerði, en hann flutti til Danmerkur þegar hann var 11 ára gamall. Móðir Mikaels er íslensk, en faðir hans er frá Jamaíka.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Midtjylland því þeir lentu snemma 2-0 undir. Staðan í hálfleik var 2-0, en í seinni hálfleiknum breyttist hún.

Mikael Anderson kom inn í hálfleik og spilaði í sókninni. Hann var fljótur að láta að sér kveða og minnkaði muninn strax eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik.

Hann jafnaði svo metin úr vítaspyrnu, sem hann fiskaði sjálfur. Jöfnunarmarkið kom þegar tæpur tíu mínútur voru eftir leiknum, virkilega vel gert hjá þessum efnilega leikmanni.

Mikael er eins og áður segir aðeins 18 ára gamall, en þrátt fyrir það er hann í aðalliðshópnum. Hann sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á síðasti ári að það kæmi til greina að spila fyrir íslenska landsliðið.

„Auðvitað kemur það til greina. Ég er ennþá Íslendingur og á fjölskyldu sem ég heimsæki á Íslandi. Möguleikinn er til staðar en við sjáum bara til hvað gerist í framtíðinni," sagði Mikael þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner