Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. janúar 2017 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Warnock gæti farið frá Cardiff ef hann fær ekki pening
Neil Warnock, stjóri Cardiff.
Neil Warnock, stjóri Cardiff.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff City, hefur gefið það í skyn að hann vilji ekki vera áfram hjá félaginu á næsta tímabili, nema hann fái einhvern peninga til þess að styrkja liðið.

Warnock stefnir á að koma Cardiff upp í úrvalsdeildina á næsta tímabili og vonast hann til þess að fá peninga hjá Vincent Tan, eiganda Cardiff, til þess að styrkja liðið.

Cardiff er sem stendur í 18. sæti ensku Championship-deildarinnar, en með liðinu leikur landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson.

„Ég sagði við Vincent (eiganda liðsins) að við þyrftum þrjá eða fjóra gæðaleikmenn, ef við viljum berjast um að komast upp þar að segja," sagði Warnock.

„Ef þú vilt ekki berjast um að komast upp, þá geturðu augljóslega fengið einhvern annan í starfið. Þetta er bara einn af þessum hlutum," sagði stjórinn reyndi ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner