banner
   lau 20. janúar 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barca sendir frá sér yfirlýsingu vegna Griezmann
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu og tengist hún Antoine Griezmann, leikmanni Atletico Madrid.

Það er þó ekki verið að tilkynna um kaup á honum, heldur er verið að neita því að samkomulag hafi verið gert við hann.

Fréttamiðlar á Spáni hafa sagt frá því síðustu daga að Griezmann hafi samþykkt að ganga í raðir Börsunga. Talið var að Barcelona væri að borga 100 milljónir evra fyrir franska landsliðsmanninn en Katalóníustórveldið segir þetta ekki rétt.

„FC Barcelona harðneitar upplýsingum sem hafa birst síðustu klukkustundirnar í mörgum fjölmiðlum sem tengjast Antoine Griezmann, leikmanni Atletico Madrid, og meint samkomulag við félagið okkar," segir í yfirlýsingunni.

„FC Barcelona lýsir yfir andmælum sínum í ljósi þessara atburða og endurtekur fulla virðingu fyrir Atletico Madrid."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner