Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. janúar 2018 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea færist nær Dzeko og Emerson
Dzeko gæti verið að ganga í raðir Chelsea.
Dzeko gæti verið að ganga í raðir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Chelsea færst nær því að kaupa Edin Dzeko og Emerson Palmieri frá Roma. Þetta herma heimildir Sky á Ítalíu.

Í frétt Sky segir að Chelsea sé tilbúið að borga allt að 60 milljónir evra fyrir tvímenningana.

Chelsea er einnig tilbúið að lána Michy Batshuayi til Roma sem hluta af samnignum fyrir Dzeko og Palmieri.

Samkvæmt heimildum Sky er Chelsea eini klúbburinn sem Dzeko er tilbúinn að yfirgefa Roma fyrir. Hinn 31 árs gamli Dzeko hefur skorað 12 mörk á leiktíðinni með Roma, þar á meðal tvennu í 3-3 jafntefli gegn Chelsea í Meistaradeildinni í október.

Dzeko þekkir ensku úrvalsdeildina nokkuð vel eftir að hafa spilað með Manchester City áður en hann fór til Roma.

Palmieri, sem er vinstri bakvörður, vill ólmur komast til Chelsea. Hann er mjög spenntur fyrir því að vinna með Antonio Conte. Palmieri er Brasilíumaður en hann hefur leikið með Roma frá 2015.

Andy Carroll og Peter Crouch hafa verið orðaðir við Chelsea í vikunni en líklegra er nú að liðið landi Dzeko og Palmieri.
Athugasemdir
banner
banner
banner