Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   lau 20. janúar 2018 12:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dofri Snorra sleit hásin - „Mér dauðbregður"
Dofri Snorrason.
Dofri Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Já, það er rétt," sagði Dofri Snorrason, leikmaður Víkings R. í samtali við Fótbolta.net aðspurður að því hvort hann hefði slitið hásin í leik gegn KR í Reykjavíkurmótinu í gær.

Dofri fór af velli snemma leiks en á Twitter segir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór Þórðarson: „Verið að hringja í sjúkrabíl eftir tæpar þrjár mínútur í Egils. Dofri sneri sig illa í grasinu og öskraði af sársauka. Lítur ekki vel út."

„Ég var bara að taka af stað á leiðinni í pressu á mann sem hefði mögulega getað fengið boltann. Svo er eins og það sé sparkað aftan í mig, en það er enginn þar. Mér dauðbregður og þá veit ég eiginlega strax hvað hefur gerst," segir Dofri.

Hann segist ekki vita hversu lengi hann verður frá en gera má ráð fyrir því að það verði nokkrir mánuðir. Hann vonast til þess að vera kominn af stað þegar Íslandsmótið hefst.

„Ég veit það ekki, maður hefur heyrt mikið af hlutum. Þetta er þriðja undirbúningstímabilið í röð sem ég er að missa af."

„Stefnan er að verða klár þegar Íslandsmótið byrjar, alveg klárlega," sagði hann að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner