Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. janúar 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Dyche: Harry Potter var með þessi laun 13 ára
Sean Dyche er með munninn fyrir neðan nefið
Sean Dyche er með munninn fyrir neðan nefið
Mynd: Getty Images
Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley hefur tjáð sig um þær fjárhæðir sem fótboltamenn fá í laun nú til dags og telur að þau séu í takt við aðrar atvinnugreinar í skemmtanabransa.

Dyche segir að það sé eðlilegt að laun leikmanna hækki í takt við vinsældir íþróttarinnar í heiminum og skilur ekki alla reiðina í kringum það.

„Ef við tökum Daniel Radcliffe sem lék Harry Potter sem dæmi. Hann fékk 150 þúsund pund fyrir fyrstu myndina sína aðeins 13 ára gamall. Þessi fjárhæð varð svo hærri og hærri."

„Þegar hann fær 35 milljónir punda fyrir þriðju myndina þá kemur enginn og segir að hann eigi að fá 150 þúsund pund eins og í fyrstu. Afhverju ætti það að vera öðruvísi í fótboltanum?"


Dyche stýrir sínum 100. leik í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Burnley fá Manchester United í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner