Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. janúar 2018 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Arsenal saknaði ekki Sanchez - United marði Burnley
Arsenal fagnar fjórða marki sínu.
Arsenal fagnar fjórða marki sínu.
Mynd: Getty Images
Martial var hetja Man Utd.
Martial var hetja Man Utd.
Mynd: Getty Images
Walcott lagði upp.
Walcott lagði upp.
Mynd: Getty Images
Arsenal saknaði Alexis Sanchez svo sannarlega ekki í dag þegar liðið mætti Crystal Palace á Emirates-leikvanginum. Fyrir utan völlinn voru bolir merktir Sílemanninum til sölu fyrir klink en hann er á förum og mun líklega semja við Manchester United fljótlega.

Arsenal byrjaði leikinn af krafti og var það Spánverjinn Nacho Monreal sem stal senunni. Hann kom Arsenal yfir á sjöttu mínútu og lagði upp næstu tvö mörk liðsins fyrir Alex Iwobi og Laurent Koscielny. Staðan var orðin 3-0 eftir 13 mínútur og eftir 22 mínútur var staðan orðin 4-0 eftir mark Alexandre Lacazette.

Crystal Palace minnkaði muninn í 4-1 í seinni hálfleiknum en lengra komust þeir ekki og lokatölurnar 4-1.

Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar en liðin sem eru fyrir ofan, Tottenham og Liverpool, eiga leik til góða.

Alexis Sanchez er eins og áður segir á leið til Manchester United, en United-menn mörðu Burnley á útivelli. Mikilvægur sigur fyrir United, sem er nú níu stigum frá nágrönnunum í Manchester City.

Það var Anthony Martial sem gerði sigurmark Man Utd í leiknum. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn hjá Burnley og frammistaða hans var til sóma.

Gylfi Sigurðsson og félagar í Everton gerðu 1-1 jafntefli gegn West Brom og Gylfi spilaði allan leikinn. Oumar Niasse skoraði mark Everton eftir undirbúning frá Theo Walcott.

Stoke vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Lambert, Leicester lagði Watford og West Ham og Bournemouth skildu jöfn.

Arsenal 4 - 1 Crystal Palace
1-0 Nacho Monreal ('6 )
2-0 Alex Iwobi ('10 )
3-0 Laurent Koscielny ('13 )
4-0 Alexandre Lacazette ('22 )
4-1 Luka Milivojevic ('78 )

Burnley 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Anthony Martial ('54 )

Everton 1 - 1 West Brom
0-1 Jay Rodriguez ('7 )
1-1 Baye Oumar Niasse ('70 )

Leicester City 1 - 0 Watford
1-0 Jamie Vardy ('39 , víti)
2-0 Riyad Mahrez ('90)

Stoke City 2 - 0 Huddersfield
1-0 Joe Allen ('53 )
2-0 Mame Diouf ('69 )

West Ham 1 - 1 Bournemouth
0-1 Ryan Fraser ('71 )
1-1 Javier Hernandez ('73 )

Leikur Manchester City og Newcastle hefst 17:30. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin frá þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner