lau 20. janúar 2018 21:23
Magnús Már Einarsson
Mkhitaryan á leið í læknisskoðun hjá Arsenal - Sanchez fer til Man Utd
Slétt skipti - Ekki peningar í samningnum milli Arsenal og United
Henrikh Mkhitaryan er á leið í læknisskoðun hjá Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan er á leið í læknisskoðun hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar keppast nú við að greina frá því að nánast allt sé klárt fyrir skipti Arsenal og Manchester United á Alexis Sanchez og Henrik Mkhitaryan.

Mkhitaryan er búinn að samþykkja að ganga í raðir Arsenal og hann fer í læknisskoðun hjá félaginu á morgun eða á mánudaginn.

Búið er að ganga fra öllum pappírsmálum á milli félaganna og það eina sem vantar upp á fyrir félagaskiptin er að Mkhitaryan klári læknisskoðunina hjá Arsenal.

Sanchez yfirgaf hótel Arsenal í gær til að ganga frá skiptunum til Manchester United.

Sílemaðurinn var með samning við Arsenal fram á sumar en félagið ákvað að leyfa honum að fara núna í skiptum fyrir Mkhitaryan frekar en að missa hann frítt í sumar.

Um er að ræða slétt skipti á leikmönnum en hvorugt félagið borgar kaupverð með skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner