Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. janúar 2018 18:32
Gunnar Logi Gylfason
Samkomulag í höfn milli Man Utd og Arsenal
Sanchez hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal
Sanchez hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um væntanlega félagaskipti Alexis Sanchez til Manchester United og Henrikh Mkhitaryan í Arsenal.

Nú hefur verið greint frá því að félögin hafa komist að samkomulagi um félagaskipti. Daily Mail segir frá.

Læknateymi Manchester United var, að sjálfsögðu, á Turf Moor áðan þegar liðið spilaði gegn Burnley en Sanchez á að fara í læknisskoðun hjá Man Utd í kvöld.

Mourinho sagði eftir leik sinna manna í dag að félagaskiptin ættu að ganga í gegn bráðum eða aldrei.

Arsene Wenger sagði að ekkert yrði af félagaskiptunum nema að Arsenal fengi Mkhitaryan á móti og það yrði ákveðið á næstu tveimur sólarhringum.

Alexis Sanchez hefur spilað fyrir Arsenal síðan hann kom frá Barcelona árið 2014.

Mkhitaryan hefur verið hjá Manchester United síðan 2016 en hann kom frá Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner