Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. janúar 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Skírði dóttur sína í höfuðið á stuðningsmannalagi Liverpool
Mynd: LiverpoolEcho
Kent Solheim, norskur stuðningsmaður Liverpool fór nýstárlega leið þegar hann valdi nafn á nýfædda dóttur sína.

Kent skírði dóttur sína Ynwa sem er skammstöfun á You'll Never Walk Alone sem er stuðningsmannalag hjá Liverpool og Celtic meðal annars.

Í viðtali við Liverpool Echo, staðarblaðið í Liverpool, segir hinn 29 ára Kent að hann hefði verið smá tíma að sannfæra unnustu sína.

„Þetta byrjaði síðasta sumar þegar við komumst að því að við áttum von á stelpu. Ég hef stutt Liverpool allt mitt líf svo ég vildi kalla hana Ynwa."

„Carine konan mín var ánægð með nafnið þangað til ég sagði henni hvernig það væri stafað. Eftir smá rökræður samþykkti hún það"

Nafnið er borið fram Unva en stúlkan fæddist 1. janúar á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner