Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. janúar 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru stórar dyr að opnast fyrir Albert?
Albert Guðmundsson hefur mikið þurft að sitja á varamannabekknum hjá PSV. Mun það breytast núna?
Albert Guðmundsson hefur mikið þurft að sitja á varamannabekknum hjá PSV. Mun það breytast núna?
Mynd: Getty Images
Tilkynnt var í gær að Brighton hefði keypt Jurgen Locadia frá PSV Eindhoven og er kaupverðið sagt vera í kringum 14 milljónir punda.

Locadia hefur átt gott tímabil, skorað níu mörk og lagt upp nokkur til viðbótar fyrir PSV sem situr á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.

En hvernig mun PSV fylla í skarð hans? Jú, PSV hefur ungan og efnilegan leikmann í sínum röðum sem heitir Albert Guðmundsson sem er einn efnilegasti fótboltamaður okkar Íslendinga.

Albert fór með íslenska landsliðinu í æfingaferð til Indónesíu á dögunum, en þar spiluðu okkar strákar við heimamenn tvisvar. Albert var maður leiksins í báðum leikjunum en í þeim seinni kom hann inn á sem varamaður og skoraði þrennu.

Albert hefur að mestu þurft að sitja á varmannabekknum hjá aðalliði PSV á tímabilinu en það er spurning hvort salan á Locadia hjálpi honum ekki eitthvað að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.

Sjá einnig:
Albert: Þeir vilja ekki hleypa mér neitt eins og er
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner