banner
   lau 20. janúar 2018 17:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger segir ekkert að gerast með Aubameyang
,,Sanchez fer bara ef Mkhitaryan kemur"
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði blaðmönnum frá því eftir 4-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag að ekkert væri að gerast í tengslum við kaup á Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmanni Borussi Dortmund.

„Janúar hefur verið erfiður fyrir okkur. Lykilmenn hafa talað um að fara annað og það veldur óvissu."

Aubameyang hefur verið sterklega orðaður við Arsenal.

„Aubameyang nei, það er ekkert að gerast. Það að hann sé ekki í leikmannahópi Dortmund þýðir ekki að hann sé að koma hingað, það eru örugglega aðrar ástæður fyrir því."

Alexis Sanchez er líklega á förum frá Arsenal til Manchester United, en Wenger segir að frétta sé að vænta á næstu 48 klukkustundum.

„Sanchez fer bara ef Mkhitaryan kemur hingað, það verður ákveðið á næstu tveimur sólarhringum. Það er möguleiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner