Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, er á leið til Spánar þar sem hann verður á æfingu hjá Rosenborg næstu dagana.
,,Norska liðið hefur fylgst með Árna í nokkurn og hefur nú knattspyrnudeild Breiðabliks heimilað Árna að fara út til æfinga með Norðmönnunum," segir á heimasíðu Breiðabliks.
Árni verður tvítugur í maí en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur skorað 30 mörk í 80 leikjum með meistaraflokki Breiðabliks.
Hann á marga leiki með öllum yngri landsliðum Íslands og var kosinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks á síðasta keppnistímabili.
Rosenborg endaði í öðru sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrra, stigi á eftir Strømsgodset. Liðið varð síðast norskur meistari árið 2010 en á árunum 1992-2004 vann liðið deildina samfleytt.
Myndband með mörkum frá Árna:
Athugasemdir