þri 20. febrúar 2018 17:06
Elvar Geir Magnússon
Aguero fær ekki refsingu
Aguero haldið.
Aguero haldið.
Mynd: Samsett
Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt Manchester City að sóknarmaðurinn Sergio Aguero fái ekki refsingu fyrir lætin sem sköpuðust eftir tapið gegn Wigan í enska FA bikarnum í gær.

Wigan vann 1-0 en eftir leikinn sauð allt upp úr og Aguero lenti í ryskingum við áhorfanda sem hafði hlaupið út á völlinn.

Mirror greinir frá því að Agureo haldi því fram að áhorfandinn hafi hrækt á sig og sagt "suck my dick" þegar hann var að reyna að komast til búningsklefa.

Aguero sló til áhorfandans en var svo haldið af varnarmanni Wigan, Chey Dunckley, og starfsfólki City.

Aguero hitti lögmenn City á æfingasvæðinu í dag og í kjölfarið var gefin yfirlýsing til enska knattspyrnusambandsins. Eftir að hafa rætt við aðila frá báðum félögum ákvað enska sambandið að Aguero yrði ekki refsað.

City telur að öryggisgæsla hafi ekki verið nægilega öflug á leiknum og hefur tilkynnt það til Wigan og enska knattspyrnusambandsins. Vantað hafi verið upp á að tryggja öryggi leikmanna.


Athugasemdir
banner
banner