Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. febrúar 2018 18:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Morata og Giroud á bekknum
Hazard byrjar sem fölsk nía.
Hazard byrjar sem fölsk nía.
Mynd: Getty Images
Það eru athyglisverðir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þessu þriðjudagskvöldi. Chelsea mætir Barcelona í sannkölluðum risaslag á meðan Bayern München tekur á móti Besiktas.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:45 en þetta eru fyrri viðureignir þessara liða í 16-liða úrslitunum.

Það er sérstaklega mikil eftirvænting fyrir leiknum á Stamford Bridge enda er löng og dramatísk saga á milli þessara félaga í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Meistaraspáin: Nær Chelsea að leggja Barcelona?

Chelsea stillir upp í 3-4-3 með Eden Hazard sem falska níu. Alvaro Morata og Olivier Giroud byrja báðir á bekknum. Barcelona liðið er óbreytt frá 2-0 sigri gegn Eibar um helgina. Philippe Coutinho má ekki leika með Börsungum í kvöld þar sem hann lék með Liverpool í keppninni fyrr á þessu leiktímabili.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Rudiger, Christensen, Azpilicueta, Moses, Kante, Fabregas, Alonso, Pedro, Hazard, Willian.
(Varamenn: Caballero, Drinkwater, Morata, Giroud, Zappacosta, Cahill, Hudson-Odoi)

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Roberto, Umtiti, Pique, Alba, Busquets, Iniesta, Rakitic, Paulinho, Messi, Suarez.
(Varamenn: Cillesen, D. Suarez, Dembele, Digne, Andre Gomes, Vidal, Vermaelen).




Hér að neðan má sjá byrjunarlið Bayern og Besiktas.

Byrjunarlið Bayern:



Byrjunarlið Besiktas:


Athugasemdir
banner
banner