Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. febrúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casillas vill spila á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Iker Casillas verður samningslaus í sumar og vill hann taka næsta skref á ferlinum í ítalska boltanum.

Fregnir frá Portúgal og Ítalíu segja markvörðinn hafa beðið umboðsmann sinn sérstaklega um að finna félag handa sér á Ítalíu.

Casillas verður 37 ára í maí og er goðsögn innan knattspyrnuheimsins. Hann var aðalmarkvörður Real Madrid í 15 ár og hefur verið aðalmarkvörður Porto frá komu sinni til félagsins sumarið 2015.

Auk þess hefur Casillas leikið 167 sinnum fyrir Spán og unnið allt mögulegt bæði með Real Madrid og landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner