Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. febrúar 2018 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa: Er spjaldaður fyrir minnstu hluti
Mynd: Getty Images
„Sumt fólk er með þráhyggju fyrir mér," segir sóknarmaðurinn Diego Costa, sem leikur með Atletico Madrid.

Costa, sem Íslendingar þekkja vel úr ensku úrvalsdeildinni eftir tíma hans hjá Chelsea, er ósáttur með dómgæsluna á Spáni.

Costa fékk gult spjald í 2-0 sigri gegn Athletic Bilbao á sunnudaginn eftir að hann var dæmdur rangstæður. Costa var ósáttur með dóminn og mótmælti honum við línuvörðinn. Fyrir það fékk hann gult spjald.

„Sumir eru með þráhyggju fyrir mér, því er ekki hægt að breyta. Ég er spjaldaður fyrir minnstu hluti. Í dag vildi hann gefa mér spjald, og það var það sem hann gerði," segir Costa.

Þrátt fyrir óánægju sína skoraði Costa seinna mark Atletico í 2-0 sigrinum á sunnudaginn. Fyrr markið gerði Kevin Gameiro.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner